Það er alltaf gaman af orðum eða setningum sem eru eins aftur á bak og áfram og ég stal einmitt nokkrum slíkum á heimasíðu einni (man ekki hverri og því er þetta í raun bara ritstuldur). En allavegana, hér koma nokkrar góðar:
1. amma margra argra mamma
2. Líbanir aka Toyota Karina bíl
3. flá álf
4. innisinni
5. tómatamót
6. löggur banna bruggöl
7. nú hrapar hún
8. raksápupáskar
9. Halla María, sú fallega gella Fúsa í Ramallah
10. mun sá Arabi ná ló í nál? Nei, en lán í óláni, bara ásnum
Gaman að sjá hvað ég hef mikið að gera..
0 Responses to “”
Leave a Reply