E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Á bílaverkstæði

Það er einstaklega gaman (eða þannig) að afhjúpa heimsku sína og vanþekkingu á hinum ýmsu hlutum. Ég lendi nú ekki oft í því að vita ekki neitt um það sem verið er að tala um en í hvert einasta sinn sem talið berst að bílum þá er ég alveg eins og fiskur á þurru landi. Sem er ekki gott!
Þannig er mál með vexti að ég á bíl (sem ég nefndi Gráa köttinn en það er önnur saga) og nú er búið að heyrast eitthvað hálffurðulegt hljóð í honum í langan tíma en ég nennti ekki með hann á verkstæði þar sem að ég er haldinn bílafötlun á háu stigi og hræðist bílaverkstæði.
Um daginn ákvað ég þó að yfirstíga þennan ótta og pantaði tíma sem var í dag. Þá var ég beðinn um að lýsa því hvað væri að. Kaldur sviti spratt fram á enninu og hendurnar urðu þvalar. Það eina sem ég jós af viskubrunni mínum var: „Það er skrítið hljóð í vélinni“. Mikil hjálp í því, ha?? Svo hringdu þeir af bílaverkstæðinu áðan og sögðust ekki hafa fundið neitt í vélinni og báðu mig að lýsa þessu betur... „Já, hmmmm, það koma svona dynkir þegar ég hraða á og hægi (sem væri þá mestur hluti ökuferðar:) )“. Maðurinn á bílaverkstæðinu afhjúpaði þá fötlun mína og vanþekkingu með því að segja „Já, það var það sem við héldum, þetta er í hjólabúnaðinum“ og þar með lauk vandræðum mínum.

Þessi litla dæmisaga sýnir fram á vanþekkingu mína á bílum og einnig að það á ekki að spyrja mig ef e-r er í vandræðum með bílinn sinn. Auk þess sýnir hún glöggt fram á tilvist æðri vera.

Pís át (eða Pax át)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker