N-Y-L-O-N
Jæja, nú er Einar Bárða (lesist með ógeðistón í röddinni) orðinn verksmiðjuframleiðandi. Hann framleiðir hið geisivinsæla sokkabuxnaefni nælon, sem eins og allir vita gerir læri kvenmanna og afturhluta stinnari en þeir eru í raunveruleikanum.
En nóg um sokkabuxurnar. Nælonið hans Einars Bárða (munið hvernig á að lesa) er tilbúin hljómsveit skipuð „sætum“ stúlkum á svipuðum aldri og ég er, þ.e. nokkurn veginn tvítugar. Eflaust eru þetta ágætis stúlkur svona almennt, en málið er bara að þær kunna
ENGAN veginn að syngja! Sem er ókostur þegar maður vinnur við tónlist.
Stúlkur þessar eru að mínu mati ekki heldur nógu aðlaðandi, þegar þær eru málaðar með mörgum lögum af dökkri málningu. Af hverju er ekki bara hægt að hafa þær aðeins eðlilegri? Að mínu mati er konan fallegri þegar hún er minna máluð heldur en þessar píur.
Eins og með allt nælon býst ég við að það endist ekki lengi, það kemur lykkjufall á þessar sokkabuxur eins og aðrar við fyrstu notkun og þær hverfa á braut.
En að öllu leyti er þessi dagur mjög góður, erfðafræðin búin og bara eitt skriflegt stúdentspróf eftir... Vei :)
0 Responses to “”
Leave a Reply