Áráttur Ómars part II
Þá er komið að næsta blætinu mínu. Það er binda-fetishið en ég hef í heildina eignast 30 bindi síðustu svona 4-5 árin. Hér má sjá þau öll:
Ég hef ótrúlega gaman af bindum og reyni að nota þau við sem flest tækifæri. Mér finnst líka gríðarlega gaman að fá bindi í gjafir (blikk blikk) og þessvegna vil ég biðja alla sem hugsanlega gætu viljað gefa mér svoleiðis að stúdera þessa mynd í þaula. Þarna sést að ég á nokkur svört, nokkur blá, 2 bleik, gult, grænt, rautt, gyllt, hvítt, silfrað, appelsínugult og svo framvegis. Svo á ég eitt mjög flott brúnt bindi með blómum sem ég fékk frá Ásdísi Eir (þó hún sé skrítin þá á hún það til að vera yndisleg og góð...OG smekkleg) í jólagjöf einu sinni. Það var pakkað inn í mjög fancy pakka sem var útlitslega það flottur að ég hef reynt að stæla það ítrekað með mjööög misjöfnum árangri.
Svo á ég tvö bindi sem hafa mjög sérstakar forsögur, önnur gleðileg og hin ekki svo mjög. Fyrra bindið er í miðjunni í þriðju röð frá vinstri (eða annarri frá hægri) og má þar sjá glitta í Eyktarmerkið. Þetta bindi var framleitt og sérísaumað í Kína fyrir 20 ára afmæli
Eyktar sem haldið var upp á á skrifstofunni og vinnustöðum fyrirtækisins 17. nóvember s.l. Klöppum fyrir því! Hitt bindið er þriðja efsta í röðinni lengst til hægri. Það er svart og með áprentuðum myndum af svínum að hafa
svínsleg mök (hahahah!) og mér finnst þetta frábært bindi. Ég keypti það í Danmörku sumarið eftir 6. bekk í MR og hafði í hyggju að gefa einum skemmtilegasta kennara sem ég hef haft, Árna Heimi, líffræðikennara, það en hann var þekktur fyrir skemmtilegan fatastíl. Hann lést úr krabbameini síðasta sumar og því komst ég aldrei í að gefa honum bindið. Ég mun bara halda uppi fyndnu bindamenningunni fyrir hann. Blessuð sé minningin um góðan mann!
Þá er útskýringunni á þessari áráttu lokið.
0 Responses to “”
Leave a Reply