Áráttur Ómars part I
Hæ, ég heiti Ómar og ég er með blæti (fetish). Ég er með samloku-fetish. Frá því ég var lítill strákur hef ég gjörsamlega eeelskað grillaðar samlokur og það líður varla dagur sem ég fæ mér ekki samloku með skinku og osti (jafnvel e-ð aðeins meira fannsí smannsí við hátíðleg tækifæri). Nú er svo komið að ég er einnig mjög sérvitur og finnst ekki öll samlokugrill nógu góð. Uppáhalds samlokugrillið mitt núna er t.d. heima hjá Tótu. Það er þeim eiginleikum búið að það ristar brauðið (þ.e. gerir dökkar rákir í það og klemmir allsstaðar jafn mikið) og hitar það perfectly rétt. Þetta er gamalt rautt, teflon grill and I love it. Grillið sem er heima skiptir brauðinu t.d. hornrétt og gerir brauðsneiðarnar harðar en ristar þær ekki. Ég veit að George Foreman grillið (so proud of it I put my name on it) er með svona röndum en ég held að það hiti bara samlokurnar en geri þær ekki svona passlega crunchy og ég tími ekki að kaupa mér það til að verða fyrir vonbrigðum.
Ég hef jafnvel leiðst svo langt að fara og skoða "sandwich press" á Amazon en þar geturðu fengið svona veitingahúsagræju á 3000 kall, þannig að það yrði í heildina töluvert betri díll en 9000 kr GF grill. Veit e-r hvar maður getur fengið svona ristasamlokugrill eins og amma og afi áttu í gamla daga (eiga það reyndar enn...fæ mér ALLTAF samloku þegar ég fer til Húsavíkur)??
0 Responses to “”
Leave a Reply