E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Og þá kom trukkur!!!
Nú hefur hálfgerð lágdeyða ríkt í bloggheiminum undanfarna daga og skyldi engan undra! Nú eru skólarnir nefnilega byrjaðir af fullum krafti, fólk að nýta síðustu geisla sólarinnar til að komast út á land áður en myrkrið og kuldinn skella yfir. Veðrið í ágúst var frábær endir á annars ágætu sumri af minni hálfu en nú er maður sko ekki í neinu fríi....læknisfræðin krefst mikils af nemendum sínum og nú er það efnafræðin sem er að sliga mann, tæpar tvær vikur búnar en lesefnið komið upp í 550 bls. Það er alls ekki ætlun mín að básúna reglulega um lesáætlun mína, datt bara svona í hug að nefna það. Annars er félagslíf Háskólans og deildarinnar að glæðast aðeins (hélt fyrst að það væri ekkert) en föstudagurinn er þéttskipaður:
Í hádeginu er kökuboð með 2. árs nemum á Læknagarði
Klukkan 5 er móttaka með kennurum og fleirum á Skólabæ
Klukkan 5.30-8/9 er partý hjá Þorbirni
Klukkan 8/9 - óendanlegt er „nýnemakvöld“ á Gauk á stöng
Svo þetta er barasta allt gott og blessað. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir vetrinum og er viss um að hann verður góður (sérstaklega þegar efnafræðin er búin!!)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker