E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



 

Kominn heim í heiðardalinn!!


Jæja, nú er maður kominn heim frá Þýskalandi en sú ferð er ástæðan fyrir bloggleysi síðustu tveggja vikna. Takk fyrir að vera duglega að kommenta. Við vorum nefnilega í algjöru tölvu- og símabanni á meðan á Ólympíukeppninni í efnafræði stóð. Eftir að símabanninu lauk og ég fékk símann minn aftur í hendur byrjaði ég strax að reyna að komast að því hverjir yrðu með mér í læknisfræðinni næstu árin og sýnist mér á öllu að þetta sé fríður flokkur fólks sem mun vera þar og er það mjög gleðilegt. Til hamingju, allir!!
Annars urðum við í 3. sæti í ratleiknum og þá var fagnað „Eurovision-stæl“, þ.e. hoppað asnalega, veifað og öskrað. Það var bara gaman. Auk þess sömdum við lag sem við sungum á leið í bæði prófin og auk þess þegar við vorum klöppuð upp til að syngja það. Vakti lagið og textinn mikla kátínu og verður að reyna að halda því sem landsliðslagi Íslands í efnafræði.
Textinn er svona (sunginn í hermannastíl, þ.e. hver lína forsungin og svo endurtekur liðið í hálfgerðu öskri/kalli):


Amma þín er arómati
Við komum frá rassagati
Okkur er sama´ um massa´ og mól
Við kunnum ekki´ á þessi tól

Kennarinn okkar drekkur bjór
Bullerjahninn er svaka stór
Ómar sefur með Indverja
Símon er fremstur gædanna

Ísland, klapp, klapp, klapp (þrisvar sinnum)
Saltkjöt og baunir, túkall
 
Það var alveg frábært að þýða textann á ensku og þýsku fyrir fólk, mikil steik. Annað erindið þarfnast e.t.v. útskýringa en kennarinn sem um ræðir var Már en hann var svoldið að fá sér léttöl í laugardagstímunum, Bullerjahninn er Jakob Tómas Bullerjahn sem var í liðinu (og um 2 metrar á hæð), ég var með Indverja sem herbergisfélaga (hann heitir Sushant) og Símon Klupfel var þýski gædinn okkar úti.
Þessi ferð var í alla staði algjörlega frábær, geðveikt fólk og góð stemming. Auk þess spillti ekki fyrir að við vorum að skemmta okkur í tvo sólarhringa með þjálfurunum (og íslenskum efnafræðinemum sem búa úti) í kóngsins Köbenhávn og held ég að það séu með skemmtilegri dögum mínum í útlöndum. Þjálfararni, Gísli Hólmar og Finnbogi Óskarsson, voru miklir húmoristar og skemmtilegir karlar í alla staði.
Jæja, ég mætti í vinnu í morgun svo það er best að halda áfram að gera eitthvað, restin af blogginu kemur seinna í dag.

 



0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker