E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Biðin er senn á enda..

Mér þykir mjög merkilegt hve nokkrir dagar geta verið lengi að líða. Þessir nokkru dagar eru nánar tiltekið þeir 16 dagar sem eru liðnir frá inntökuprófinu(prófunum!) en ég held að ég hafi aldrei upplifað lengri daga. Ég vona að þeir skili niðurstöðunum á laugardaginn eins og þeir sögðust ætla að gera. Ég vona að ég komist inn. Ég vona að John Kerry vinni kosningarnar. Halló, halló, hvaðan kom þetta??


En allavegana, þá er ég byrjaður að „vinna“. Vinnan mín er ágæt, frá u.þ.b. 8.30-18.00 á daginn og felst í því að hlusta á efnafræðimastera og -doktora tala um efnafræði fyrir hádegi, borða síðan eitthvað smáræði og svo er verkleg æfing eftir hádegi. Hún er yfirleitt í lengri kantinum, um 5 tímar, en ætíð mjög fróðleg (sbr. það sem stendur alltaf í verkbókunum mínum úr MR). Ég held ég sé kominn með sinaskeiðabólgu af títrun þar sem að við höfum örugglega títrað í um 12 klst. og erum að fara að gera lokatítrun á morgun. Svo eru ólympíuleikarnir í Kiel í næstu viku. Við tökum þetta með trompi og förum fyrst til Kaupmannahafnar í tvo daga þar sem við munum skemmta okkur konunglega. Síðan eru ólympíuleikarnir sjálfir einungis tveir dagar en allir hinir dagarnir eru leikur einn. Þetta verður gaman.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker