Það er ótrúlegt hver máttur heilaþvottar er. Það er eins og því séu engin takmörk sett hverju er hægt að koma inn í kollinn á fólki. Ranghugmyndir og rugl sem börn eru alin upp í og þau fara síðan að trúa. Þessa hljómsveit uppgötvuðum við Tryggvi, bekkjarbróðir og snillingur með meiru, þegar við vorum að lesa fyrir höfuð og háls anatómíuna í fyrra. Okkur leiddist og fórum þessvegna fram á gang að lesa Grapevine og spjalla og rákumst á mynd af þessum annars saklaust útlítandi 13 ára stelpum. Þær voru í hljómsveit og hæfileikaríkar stelpur, spila á öll hljóðfærin og syngja og allt...gott og blessað!
Það var ekki það sem við rákum augun í heldur sú staðreynd að hljómsveitin er White Pride hljómsveit og að þær höfðu mjög ákveðnar og "forritaðar" skoðanir á hlutunum og vildu t.d. meina að Bandaríkin væru betur sett án allra þessara ógeðslegu innflytjenda. Merkilegt alveg hreint. Ég hvet alla til þess að kíkja á heimasíðuna þeirra....þetta er í rauninni eitthvað sem fólk verður að sjá til að trúa! Myndin af snjókallinum var tekin í ferð þeirra systra út í snjóinn og sýnir uppáhaldskallinn þeirra!
p.s. Til að sjá heimasíðuna þeirra má smella á fyrirsögn færslunnar. Ég hvet fólk til að líta líka á bloggið þeirra sem má fara inn á í gegnum heimasíðuna. Þar eru margar góðar færslur og m.a. umfjöllun um nýju plötuna "The path we chose"!
0 Responses to “”
Leave a Reply