E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Klukkiddíklukk

Jæja, þá hef ég heldur betur verið klukkaður og það af bæði Dagbjörtu og Ingu. Gaman að 'essu!
Þau atriði sem að ég gæti minnst á eru:

1) Ég elska, elska, elska kjúkling en ég hata, hata, hata fisk!

2) Ég er með geðsjúkdóm sem ég veit ekki hvort að hefur verið læknisfræðilega skilgreindur en ég ætla að nefna hann Camper-mania. Hann er afskaplega einfaldur í reyndinni en ólæknanlegur og illvígur. Hann felur einfaldlega í sér stöðuga þrá í eins og eitt par (eða fleiri) af Camper skóm. Í dag á ég 7 pör af þeim!

3) Ég er flughræddur, lofthræddur og myrkfælinn, skemmtileg blanda! :)

4) Ég er skíthræddur um að falla á áfanganum sem ég er í núna...og þessvegna ætla ég að drífa mig að lesa aftur!

5) Ég hef aldrei vangað! Aftur á móti setti ég oft lagið You are not alone með Michael Jackson á eftir opin hús í 7. bekk og lét mig dreyma um hvað það hefði verið gott ef ég hefði þorað að bjóða upp stelpunni sem ég var skotinn í. You are not alone var sko HEITASTA vangalagið í Seljaskóla!

Ég mun klukka einhverja von bráðar! Pís át!
Klukkan 00.07: Ég klukka Bjarneyju Önnu, Hrafnhildi Svisslending, Helgu Dögg, Birki Vagn og Frank. Ég er of þreyttur til að tékka á hvort þau hafi verið klukkuð, sorrý!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker