E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Nostalgía eða hvað???

Nú sit ég hérna á Læknagarði og drekk í mig fróðleik um vefjafræði úr hinni stórskemmtilegu bók Human histology e. Stevens (mæli með henni fyrir unnendur góðra reyfara! Hún er svakaleg og kaflinn um þekjuvefina heldur manni bara í heljargreipum! Einn gagnrýnenda lýsti því þannig: „ég gat bara ekki lagt frá mér bókina fyrr en hún var búin“). En allavegana, sem ég sit hér og læri, hlusta ég alltaf á tónlist í heyrnartólum til þess að létta lundina. Mér finnst sérstaklega gaman að hlusta á gömul, mjög vinsæl lög sem vekja hjá manni nostalgíufílinginn og maður getur tengt þau við einhvern skemmtilegan stað, tíma eða persónu. Nokkur lög eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér í þessu samhengi:

Blur - Country house
Hver man ekki eftir Blur æðinu?? Þetta lag minnir mig bara á félaga mína úr grunnskóla sem nauðguðu þessu lagi algjörlega.

Fool’s garden - Lemon tree
Þetta lag tengi ég við svipað tímabil en þetta var VINSÆLASTA lagið á diskótekum og opnum húsum þegar ég var í 7. bekk TR í Seljaskóla. Það var árið 1996-1997. Vááá, hvað maður er orðinn gamall!

Oasis - Wonderwall
Ummmm....þetta lag er tengt mörgum góðum minningum frá skemmtilegri ferð í enskuskólann í Framlingham sumarið eftir fermingu, árið 1998. Lagið var þó gefið út nokkuð fyrr.

Cranberries - Zombie
England aftur! Þetta lag var mikið spilað í frjálsum tímum og gerð verkefni um lagið. Kennarinn, Trevor Langles hélt mikið upp á það. Hann leit ALVEG eins út og Mick Jagger, enda var hann bara kallaður Jagger!

Sasha - I feel lonely
Langmest spilaða lagið í Þýskalandi 1999. Mjög skemmtilegt myndband líka!

Dion - Runaround Sue
Þegar við seldum íbúðina í Flúðaseli 72 var húsið okkar að Brúnastöðum 63 ekki tilbúið og í millitíðinni fluttum við í leiguíbúð í Spóahólum 8. Þar var fátt að gera og mjög þröngt á þingi. Þegar ég kom heim eftir skóla hafði ég það oftast fyrir vana að vaska upp og hlusta á Bjarna Ara á Létt 96,7 (eða hvort hún hét ekki bara Aðalstöðin þá) og hann spilaði þetta alltaf í sínum þáttum. Hresst lag, sko.

Los del Rio - Macarena
Ókei, hver kann ekki Macarena dansinn?? Þessi dans var út um allt. Ég man að við vorum meira að segja með danskennslu fyrir foreldra okkar á foreldrakvöldi þegar ég var í 6. eða 7. bekk. Þessi dans er mjög kjánalegur en jafnframt æðislega einfaldur og skemmtilegur. Pabbi gat meira að segja dansað hann!!

Talandi um Macarena, þá man ég skyndilega eftir strumpalagadisknum sem gefinn var út sem var með íslenskuðum og breyttum texta af svona vinsælum lögum. Hann var fyndinn.

Man ekki fleiri í bili, en endilega segið mér frá ykkar nostalgíulögum. Hvaða lög eru það sem vekja upp mjög sterka fortíðarþrá?? Hvaða lög eru það sem eru mjög fasttengd ákveðinni minningu?


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker