Jæja, þessi mynd kom inn á
PostSecret í dag og mér fannst hún nokkuð góð! Hún lýsir svoldið lífi mínu þessa dagana :) Námið er erfitt sem aldrei fyrr og því verð ég að biðja alla hina dyggu aðdáendur mína um að gefa ekki upp vonina....ég er ekki hættur að blogga!! Prófið er 4. október og eftir það rís bloggið úr öskustónni. Og hver veit nema ég bloggi e-ð í millitíðinni. Stay posted!
Annars vil ég að allir sem vettlingi geta valdið, komi með mér á Antony and the Johnsons í Fríkirkjunni 10. desember kl. 20.00. Þetta eru tónleikar sem enginn sér eftir að fara á. Miðasalan hefst á þriðjudaginn kl. 10.00 á
midi.is og 12 tónum. Ef e-r vill að ég kaupi fyrir sig, þá má sá hinn sami bara kommenta hérna. Pís át!
0 Responses to “”
Leave a Reply