Þegar ég var lítill (III/IV)
Þegar ég var yngri tók ég oft svona fýluköst (tek nú eitt og eitt ennþá :) ) og það var oftar en einu sinni sem ég sagðist ætla að flýja að heiman en oftast rann mér nú reiðin mjög fljótt. Það er eitt skipti sem ég flúði að heiman sem ég man sérstaklega vel eftir.
Ég bjó á 3. hæð í blokk í Flúðaseli 72 í mjög fínni íbúð og einhverju sinni þá varð ég fúll og sagði við mömmu að nú væri ég sko farinn út og kæmi aldrei aftur. Ekki kippti hún sér upp við það og sagði mér bara að ég mætti gera það sem ég vildi. Ég fór út en flúði nú ekki lengra en út á stigapall og sat þar úti í horni og hugsaði það bara að ég mundi nú ekki fara inn á næstunni. Þegar ég fékk litla athygli þá "neyddist" ég til að fara inn til að minna á mig og sýna mömmu fýlusvipinn þannig hún mundi nú ekki gleyma því að ég væri í fýlu. Ég fór semsagt inn og þóttist ætla að ná mér í vatn. Ég man hvað mér leið aulalega að vera að koma inn aftur og höfum við nú oft hlegið mikið af þessari "uppreisn" minni!!
Gaman að 'essu! Vá...þetta var nú ekki góð saga. "This one time at band camp"
0 Responses to “”
Leave a Reply