Sólbaðsdagar!
Seinustu tveir dagar hafa verið frábærir að mörgu leyti, sólin hefur leikið við okkur og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef ekki mikið tímt að sofa síðustu daga en ég er búinn að vera á næturvöktum í viku.
Nú sé ég rúmið mitt hinsvegar í hillingum þar sem hálftími er eftir af síðustu næturvaktinni í „rúllunni“ og þá tekur við 5 daga vel þegið frí.
Mig langar bara svona „for the record“ að setja það á alnetið að síðustu 66 klukkustundirnar af lífi mínu (þ.e. tveir sólarhringar og 18 stundum betur) hef ég sofið í hér um bil 10 klukkustundir, í smáum skömmtum í einu. Mig grunar að ég verði sofandi svoldið mikið í fríinu :)
Látið mig samt endilega vita ef þið eruð að fara að gera eitthvað skemmtilegt, ég get sofið þegar ég verð gamall...Góða nótt/morgun/dag
0 Responses to “”
Leave a Reply