E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þegar ég var lítill (IV/IV)

Ég fattaði fullkomna lausn á bloggleysi OG fann tímaþjóf til að stytta mér stundirnar þegar ég þarf að vaka sjö nætur í röð. Ég blogga bara á næturvöktum. Svona er ég sniðugur stundum!!

Síðasta færslan (í bili) sem snýr að æsku minni kemur líklegast mörgum í opna skjöldu, ég ætla nefnilega að opinbera leyndarmálið: Ég var stundum óþekkur strákur! Ég veit að þetta er sjokk fyrir suma, en svona er lífið, sannleikurinn er ekki alltaf fallegur :)
Fjórar sögur kann ég sem ættu að varpa ljósi á þetta.

Saga 1: Ég hef alltaf verið mjög mikill kvennamaður og soga þær að mér eins og segulstál (smá egóflipp í gangi hérna, gefið mér smá séns, klukkan er nú orðin 5). Á leikskóla átti ég margar kærustur og einhverju sinni kom þáverandi kærasta mín að mér þar sem ég var að daðra við eina flotta hjá rólunum (hver hefur ekki hözzlað hjá rólunum sko). Mér leist víst eitthvað betur á þessa rólugellu því að ég ákvað að draga gömlu gelluna á hárinu í burtu og snúa mér aftur að róluhözzlinu. Ég vil taka það fram að þessir Tarzan tilburðir mínir hafa ekki verið reyndir aftur, hvorki fyrr né síðar!

Saga 2: Ég hef alltaf verið frekar glysgjarn (eins og sést kannski best á nýju skónum mínum) og þess vegna er ágætt að hafa mömmu með sér í bæinn, þannig að ég komi ekki heim með 10 hawai-skyrtur og khaki buxur í stíl. Þegar ég var 6 ára sá ég rosa flottar, glitrandi lyklakippur í bókabúð og bað mömmu um kaupa svoleiðis. Henni leist ekki jafnvel á lyklakippukaup og því tók ég málin í mínar hendur (og mína vasa). Þegar við komum heim úr búðinni, sagðist ég ætla að skreppa út að leika mér og tóku athugul augu móður minnar eftir því að vasarnir á jakkanum mínum voru svoldið fyllri en venjulega. Hún bað mig um að tæma vasann sem ég og gerði (og voru 9 lyklakippur í honum). Svo ætlaði svo ég að hlaupa út en þá bað hún mig um að tæma hinn vasann og þar voru aðrar 9 lyklakippur. Ein lyklakippa var greinilega ekki nóg fyrir mig, ég þurfti hvorki fleiri né færri en 18 stykki.

Saga 3: Í fyrstu þremur bekkkjum grunnskóla kenndi mamma Hörpu, Guðrún, mér og var samstarfið okkar á milli oft á tíðum ekki gott. Sem betur fer kenndi hún mér aftur í 10. bekk svo þar náðum við að grafa stríðsöxina! (Harpa, þú mátt skila því til mömmu þinnar að hún sé kúl) Henni fannst ég frekar óstýrlátur og því brá hún á það ráð að senda mig heim á hverjum degi með hegðunarbók, þar sem hegðun mín var skráð niður og átti mamma að kvitta í hana í hvert skipti. Þar stóðu hlutir eins og "Ómar hegðaði sér vel í dag, annan daginn í röð" og "Ómar var óþekkur í dag, blablabla". Það er eiginlega synd að ég skuli ekki finna þessa bók, það væri hörkustuð að grípa í hana í góðra vina hópi. Best að leita að henni þegar ég kem heim. Skrifa það á bak við eyrað!

Saga 4: Á mínum yngri árum sendi jólasveinninn mér oft bréf sem hljómuðu ansi líkt og hegðunarbókin gamla góða. Þar var ég minntur á að hegðun mín hefði ekki verið góð og reynt að höfða til hagsýni minnar (sjá Þegar ég var lítill II/IV) þar sem mér voru boðnar góðar gjafir hjá næsta jólasveini ef ég myndi haga mér vel. Oftast virkaði þetta, a.m.k. í einn dag :) Ég man eftir að hafa séð svona bréf í möppunni minni heima og ég hugsa að ég pikki eitt slíkt inn við tækifæri. For the whole world to see.

Jæja, nú er sólin að koma upp, það er nú skýjaðra núna en síðustu tvo morgna!
Lifið heil! (Vá, hvernig ætli það sé að lifa hálfur eða kannski bara einn þriðji??)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker