E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þegar ég var lítill (II/IV)

Ég hef alltaf verið mjög hagsýnn maður og mikið fyrir að spara (og sérstaklega fyrir aðra, móður minni til mikillar mæðu!). Þrjú atriði rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég var að hugsa um hvað ég gæti nú bloggað um í sumar.

Fyrsta atriðið: Ég vissi vel að jólasveinninn væri ekki til, áður en að mamma og pabbi sögðu mér það. Samt lét ég líta út fyrir að ég væri mjög hissa þegar mamma sagði mér það. Ástæðan fyrir því að ég lét þau ekkert vita af þessu var sú að mér fannst bara helvíti fínt að fá gott í skóinn og grunaði að það mundi hætta, léti ég þau vita að ég sæi í gegnum blekkinguna.

Annað atriðið: Snýst um svipað þema og það fyrsta. Auðvitað vissi ég vel að það var ekki til neinn tannálfur! Þessvegna lét ég mömmu og pabba ALLTAF vita að ég ætlaði að láta tönnina undir koddann, þar sem að ég vissi að mín biði 50 kall fyrir (og jafnvel bréf100kall ef ég var heppinn!).

Þriðja atriðið: Þegar ég var yngri fannst mér afskaplega óþægilegt að ganga í dýrum fötum og fékk alltaf samviskubit þegar mamma keypti föt sem voru í dýrari kantinum (kannski hefði maður gott af því að fá smá svona samviskubit stundum?!?). Eitt af fyrstu skiptunum sem við fórum í dýrari búð, þá var það Deres í Kringlunni (hét samt Borgarkringlan þá). Við keyptum töluvert af fötum og auðvitað var ég búinn að leggja saman í huganum hvað þetta mundi kosta, en það er eitthvað sem ég geri í hvert skipti sem ég fer í búð (einnig til nokkurrar armæðu fyrir mömmu!). Ég gleymdi samt að skoða verðmiðann á einni peysunni og krossbrá þegar að afgreiðslumaðurinn las upp verðið. Ég var með hnút í maganum alla leiðina heim og þegar að heim var komið sagði ég mömmu að ég mundi aldrei geta gengið í þessu og við fórum aftur niður eftir. Ég talaði við afgreiðslumanninn og sagði honum eins og væri og fékk inneignarnótu fyrir tæplega 9000 kallinum sem peysan kostaði. Ég held að þetta hafi verið þegar ég var 12 ára.


P.s. Að einu óskildu máli.... ég óska Dagbjörtu til hamingju með að vera komin inn í læknisfræði! :)


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker