Pæling.
Þeir sem trúa að guð hafi skapað mannkynið með Adam og Evu gera ráð fyrir að:
1. Guð hafi skapað Adam og Evu í fullvaxinni mynd.
2. Að Adam og Eva hafi verið fyrstu einstaklingarnir á jörðinni og að af þeim séu allir menn komnir.
En nú langar mig að vita eitt! Á myndum sem gerðar hafa verið af því hvernig listamenn sjá þau fyrir sér, þá eru þau alltaf MEÐ NAFLA. Ef að þau eru fyrstu mannverurnar, hvernig geta þau þá verið með nafla? Naflinn er bara staðurinn þar sem naflastrengurinn gekk inn í fóstrið við fósturþroskun. Ég held að listamennirnir hefðu átt að sleppa naflanum til að hafa þetta aðeins trúverðugra.
(Ofangreindur texti er einungis hugarsmíð þess er hann ritar og endurspeglar á engan hátt hugmyndir 365 ljósvakamiðla eða Baugs group)
0 Responses to “”
Leave a Reply