E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Af lærdómstónlist!

Ég hef alltaf hlustað á tónlist á meðan ég læri og er ómögulegur ef ég er ekki að hlusta á eitthvað. iPodinn minn er mesta snilldartól sem ég hef fengið og gerir mér kleift að hlusta á tónlistina af fullum krafti á lesstofunni. Takk mamma!
Tónlistin er oftast ekki lykilatriðið, fattaði það þegar ég stóð mig að því að læra anatómíu með Rammstein á blasti. Það er ekkert jafn hressandi og að lesa um upphandleggsvöðva og hlusta á „Mutter, mutter, muttttteeeeeeerrrrrrr“. Síðan vaknaði ég einu sinni upp við það að lesa erfðafræði og hlusta á Dragostae din te (eða Mariah hi mariah ha mariah aha fyrir þá sem skilja það).
Það eru þó einstaka skipti þar sem tónlistin skiptir höfuðmáli. Eini klassíski diskurinn sem ég hlusta á er Brandenburger-konsertinn með Johannes Sebastian Bach og er hann bara tekinn fram ef ég þarf að muna eitthvað sérstaklega vel. Hann var m.a. í stöðugri spilun allar helgar fyrir lesin stærðfræðipróf í MR og var maður orðinn sæmilega klikkaður á að hlusta á sama klukkutímann svona 20 sinnum í röð. En ég held að það hafi skilað árangri.


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker