E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þegar ég var lítill (I/IV)

Nú er ég orðinn svo gamall að nauðsynlegt er að rifja upp atvik úr barnæsku, svona áður en ellin hellist yfir og maður fer að kalka ;)

Þegar ég var lítill strákur (svona u.þ.b. 5 ára) bjuggum við mamma með systur mömmu og syni hennar, Viktori, sem er einu ári eldri en ég. Það var hinn mesta skemmtun og margt brallað og bardúsað. Um jólin fengum við jóladagatöl með súkkulaðinammi inni í og var það æðislegt. Þeir sem þekkja mig vita að ég er MIKILL nammikarl og vildi ég helst opna alla gluggana í einu. Það þótti ekki góður siður og var mér bannað að gera það. Einhverju sinni var ég einn heima og freistingin varð skynseminni yfirsterkari og opnaði ég því alla gluggana á dagatalinu og hámaði í mig súkkulaðið.

Ekki lét ég þó staðar numið þar, heldur varð starsýnt á dagatal frænda míns, og þar sem ég hef alltaf verið mjög sleipur í reikningi áttaði ég mig auðvitað á því að þar leyndist sambærilegt magn af súkkulaði. Varð úr að ég opnaði alla hans glugga líka og kláraði súkkulaðið. Stuttu síðar kom fólkið heim og þá voru góð ráð dýr!

Mín lausn var sú að ég sagði mömmu sögu af hryllilega fátækri stelpu sem átti engan að og var svo svöng og köld að ég varð bara að hleypa henni inn og gefa henni eitthvað að borða. Þar sem að hún hafði aldrei átt neinn pening og enginn verið góður við hana áður, þá hafði hún auðvitað ekki fengið nammi fyrr. Ég var því svoooo góður strákur að ég gaf henni bara dagatalið mitt OG Viktors. Stelpan fór auðvitað hæstánægð, mett og fín í burtu og ég hafði gert þvílíkt góðverk.

Allt þetta sagði ég grafalvarlegur með súkkulaði út um allt andlit!!


p.s. þar sem sagan þótti svo vel skálduð, fékk ég litlar sem engar skammir í hattinn fyrir uppátækið.....sem er gott!


0 Responses to “”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um mig

  • Ég heiti Ómar Sigurvin
  • og kem frá Húsavík
  • Meira

Aðrir fallegir bloggarar


Annað gott á netinu

Previous posts

Skjalasafnið

Free Hit Counters eXTReMe Tracker


eXTReMe Tracker